10. október 2017

Umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru hafið í Bangladess

UNICEF hóf í dag umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900.000 Rohingja sem hafast við í bráðabirgðarflóttamannabúðum í Bangladess. Þetta er næststærsta bólusetnignarátak gegn kóleru sem UNICEF hefur ráðist í, en það stærsta var á Haítí árið 2016 eftir fellibylinn Matthew.

UNICEF hóf í dag umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900.000 Rohingja sem hafast við í bráðabirgðarflóttamannabúðum í Bangladess. Þetta er næststærsta bólusetnignarátak gegn kóleru sem UNICEF hefur ráðist í, en það stærsta var á Haítí árið 2016 eftir fellibylinn Matthew.

Tæplega 10.300 börn sem flúið hafa frá Mjanmar til Bangladess hafa nú þegar verið meðhöndluð vegna kóleru, en kólera er bráðsmitandi og getur verið banvæn, sérstaklega ungum börnum. Með réttri meðhöndlun ná börnin sér þó á undraverðum tíma.

Aðstæður í bráðabirgðaflóttamannabúðum Rohingja í Bangladess eru erfiðar og mikil hætta er á að smitsjúkdómafaraldrar breiðist hratt út. Því er ráðist í þetta umfangsmikla bólusetningarátak til að stöðva útbreiðslu kóleru, sem felur meðal annars í sér að:

  • 900.000 skammtar af bóluefni eru komnir á vettvang og byrjað er að bólusetja börn gegn sjúkdómnum;
  • Áhersla er lögð á bætt aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisgögnum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma

Fleiri en 300.000 börn hafa flúið frá Mjanmar yfir til Bangladess á síðustu vikum, og hafa bæst við hundruð þúsunda Rohingja sem hafast við í erfiðum aðstæðum í Bangladess. Fjölskyldur hafa komið sér fyrir í heimatilbúnum kofum, sem búin eru til úr bambus og plasti, á stöðum þar sem hvorki er vatn né annað hreinlæti. Við slíkar aðstæður er mikil hætta á útbreiðslu smitsjúkdóma sem geta verið banvænir ungum börnum og því mikilvægt að bregðast strax við.

Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn Rohingja er enn í fullum gangi. Hægt er að leggja henni lið með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 og gefa þannig 1500 krónur eða gefa frjálst framlag hér.

Framlög heimsforeldra á Íslandi nýtast einnig við að bregðast við neyðarástandinu sem hefur skapast.

Fleiri
fréttir

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira
Fara í fréttasafn