12. september 2023

100 þúsund börn á hamfarasvæðum skjálftans í Marokkó

Að kvöldi til þann 8. september síðastliðinn varð jarðskjálfti upp á 6,8 að stærð í Marokkó og er hann sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá 1960. Fyrstu skýrslur UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, af vettvangi benda til þess að yfir 100 þúsund börn glími nú við afleiðingar hamfaranna.

Líkt og almennt með stóra jarðskjálfta þá eru börn og fjölskyldur í mestu hættunni en Sameinuðu þjóðirnar áætla að meira en 300 þúsund manns hafi orðið fyrir áhrifum skjálftans, bæði í Marrakesh og í Atlas-fjöllunum.  

Yfirvöld staðfesta að yfir 2600 manns hafi nú þegar látið lífið, þar á meðal börn, og fastlega er búist við að sú tala muni hækka enn frekar. Samkvæmt upplýsingum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru börn um þriðjungur íbúa í Marokkó og eru börn á svæðinu því í mikilli hættu.  

Þúsundir heimila hafa eyðilagst og fjölskyldur hrakist á brott auk þess sem skólar, sjúkrahús og aðrar mikilvægar stofnanir urðu einnig illa úti í skjálftanum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er nú í viðbragðsstöðu til að aðstoða og styðja stjórnvöld í Marokkó í komandi verkefnum.  

Með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 styrkir þú UNICEF um 2.900 kr. og hjálpar okkur að vera til staðar og bregðast skjótt við neyðaraðstæðum barna um allan heim.  

Fleiri
fréttir

15. apríl 2025

Tveggja ára martröð í Súdan: Fjöldi barna í neyð tvöfaldast
Lesa meira

07. apríl 2025

Sveitarfélagið Hornafjörður fær viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag 
Lesa meira

02. apríl 2025

322 börn verið drepin á Gaza síðan vopnhlé var rofið
Lesa meira
Fara í fréttasafn