31. janúar 2024

Yfirlýsing mannúðarstofnana: Að stöðva framlög til UNRWA hefur skelfilegar afleiðingar

Stjórnendur fjórtán stofnana í Inter-Agency Standing Committe biðla til ríkja að endurskoða ákvörðun um að hætta stuðningi við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna

Sú ákvörðun ýmissa ríkja að stöðva tímabundið greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa á Gaza. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnendum fjórtán stofnana sem eiga sæti í Fastanefnd samhæfingar (e. Inter-Agency Standing Committe). Þar er biðlað til þjóðarleiðtoga að endurskoða ákvörðun sína enda mikilvægi UNRWA gríðarlegt fyrir íbúa Gaza.

„Ásakanir um aðild starfsfólks UNRWA að hræðilegum árásum á Ísrael þann 7. október eru sannarlega óhugnanlegar. Og eins og Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út þá mun starfsfólk sem tekið hefur þátt í hryðjuverkum þurfa að svara til saka. En við megum ekki koma í veg fyrir að heil stofnun geti sinnt umboði sínu og verkefnum til að aðstoða fólk í skelfilegri neyð,“ segir í yfirlýsingu fulltrúa fastanefndarinnar sem fjórtán æðstu stjórnendur hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna og  annarra mannúðarstofnana skrifa undir og birtist í dag.

„Þeir skelfilegu atburðir sem fylgt hafa 7. október á Gaza hafa orðið til þess að hundruð þúsunda eru nú heimilislaus og á barmi hungursneyðar. UNRWA eru stærstu mannúðarsamtökin á Gaza og hafa unnið að því að útvega mat, skjól og vernd fyrir íbúa, á sama tíma og þeirra eigið starfsfólk hafi látið lífið eða neyðst til að flýja.

Sú ákvörðun ýmissa aðildarríkja að frysta fjárframlög til UNRWA mun hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa Gaza. Engin önnur stofnun hefur getuna eða aðstöðuna til að veita jafn umfangsmikla neyðaraðstoð og 2,2 milljónir íbúa Gaza þurfa svo nauðsynlega á að halda,“ segir í yfirlýsingunni.

„Við biðlum til þessara ríkja að endurskoða þessa ákvörðun.“ 

Í yfirlýsingunni segir að UNRWA hafi þegar lýst því yfir að ítarleg sjálfstæð rannsókn muni fara fram á stofnuninni auk þess sem Eftirlitsskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hafi verið virkjuð.

„Að draga úr fjárstuðningi við UNRWA er hættulegt og myndi þýða algjört hrun mannúðarkerfisins á Gaza með víðtækar afleiðingar í mannúðar- og mannréttindamálum í Palestínu og víðar í heimshlutanum. Heimsbyggðin má ekki yfirgefa íbúa Gaza.“

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á ensku hér.  En undir hana skrifar meðal annarra Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Listinn í heild sinni:

  • Martin Griffiths, Emergency Relief Coordinator and Under-Secretary-General for Humanitarian Affairs (OCHA)
  • Jane Backhurst, Chair, ICVA (Christian Aid) 
  • Jamie Munn, Executive Director, International Council of Voluntary Agencies (ICVA
  • Amy E. Pope, Director General, International Organization for Migration (IOM
  • Volker Türk, United Nations High Commissioner for Human Rights (OHCHR
  • Paula Gaviria Betancur, United Nations Special Rapporteur on the Human Rights of Internally Displaced Persons (SR on HR of IDPs
  • Achim Steiner, Administrator, United Nations Development Programme (UNDP
  • Dr. Natalia Kanem, Executive Director, United Nations Population Fund (UNFPA)
  • Filippo Grandi, United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR
  • Michal Mlynár, Executive Director a.i., United Nations Human Settlement Programme (UN-Habitat
  • Catherine Russell, Executive Director, UN Children’s Fund (UNICEF)
  • Sima Bahous, Under-Secretary-General and Executive Director, UN Women 
  • Cindy McCain, Executive Director, World Food Programme (WFP)
  • Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director-General, World Health Organization (WHO)

 

 

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn