14. nóvember 2025

Fellibylurinn stóri í Filippseyjum hefur áhrif á 1,7 milljón barna

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er alltaf á vettvangi og til staðar fyrir öll börn.

Börn í Baler sem leituðu skjóls ásamt fjölskyldum sínum í Reserva grunnskólanum.

Rúmlega 1,7 milljón barna búa nú við afleiðingar og áhrif þess að ofurfellibylurinn Fung-wong gekk yfir Filippseyjar þann 9. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í dag.

Heimili, skólar og aðgengi að heilbrigðisþjónustu í 16 umdæmum eyjaklasans varð fyrir miklum áhrifum eyðileggingarmáttar Fung-wong. Fellibylurinn stóri var ein af mörgum loftslagstengdum áföllum og náttúruhamförum sem dunið hafa á íbúum á þessu ári.

„Börn og fjölskyldur eru vart stigin upp úr einni krísu áður en sú næsta skellur á og kastar þeim aftur á byrjunarreit,“ segir Kyungsun Kim, fulltrúi UNICEF í Filippseyjum. „Og sem fyrr þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir sífellt öfgafyllri loftslagstengdum hamförum þá eru það ávallt börnin sem verða verst úti.“

Áhrif veðurofsans á mikilvæga innviði gera setja svo aftur börn og fjölskyldur í aukna hættu á hvers kyns smitsjúkdómum

UNICEF hefur ásamt samstarfsaðilum og stjórnvöldum þegar hafið greiningu á þörfum íbúa er varðar vatns- og hreinlætisverkefni, heilbrigðisþjónustu, næringu, menntun og barnavernd auk þess sem neyðarhjálpargögn sem þegar voru til staðar í vöruhúsum UNICEF í Manila og Cotabato eru á útleið til dreifingar þangað sem þörfin er mest.

UNICEF mun einnig útvega og dreifa næringarfæði til að tryggja að börn sem fyrir glímdu við vannæringu haldi áfram að fá nauðsynlega meðferð.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er alltaf á vettvangi og til staðar fyrir öll börn.


Fleiri
fréttir

10. desember 2025

200 milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð á næsta ári en ríki draga úr framlögum
Lesa meira

05. desember 2025

Barnasáttmálinn orðinn hluti af menningu Réttindaskóla og -frístunda 
Lesa meira

02. desember 2025

Barnvæn sveitarfélög, betri sveitarfélög?
Lesa meira
Fara í fréttasafn