05. janúar 2026

Helmingur barna vannærður

Rúmlega helmingur barna undir fimm ára aldri er vannærður samkvæmt nýrri næringarkönnun UNICEF sem gerð var í Um Baru í Norður-Darfúrhéraði Súdan.

Rúmlega helmingur barna undir fimm ára aldri er vannærður samkvæmt nýrri næringarkönnun UNICEF sem gerð var í Um Baru í Norður-Darfúrhéraði Súdan. Þar af eru eitt af hverjum sex börnum með alvarlega bráðavannæringu, sem er lífshættulegt ástand.

„Þegar alvarleg bráðavannæring nær þessu stigi þá er ekkert mikilvægara en tíminn. Börn í um Baru eru að berjast fyrir lífi sínu og þurfa tafarlausa aðstoð. Með hverjum degi sem líður án þess að frjálst og öruggt flæði mannúðaraðstoðar berst þessum börnum eykst hættan á að þau verði meira veik, þjáist meira og deyi af völdum einhvers sem svo auðvelt er að lækna,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Við hættulegar og erfiðar aðstæður er UNICEF á vettvangi að reyna að koma lífsbjargandi mannúðaraðstoð til barna í Súdan. UNICEF kallar enn á ný eftir því að stríðandi fylkingar tryggi tafarlausa, örugga og óhindraða mannúðaraðstoð á átakasvæði. UNICEF kallar einnig eftir því að alþjóðasamfélagið, þar á meðal ríki sem hafa ítök og áhrif á stríðandi fylkingar, beiti sér fyrir því að tryggja vopnahlé og nauðsynlega neyðaraðstoð.

Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Súdan.

Fleiri
fréttir

05. janúar 2026

Helmingur barna vannærður
Lesa meira

10. desember 2025

200 milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð á næsta ári en ríki draga úr framlögum
Lesa meira

05. desember 2025

Barnasáttmálinn orðinn hluti af menningu Réttindaskóla og -frístunda 
Lesa meira
Fara í fréttasafn