23. nóvember 2023

Tímamót í bólusetningum gegn malaríu

Meira en 330 þúsund skammtar af RTS,S malaríubóluefni hefur verið afhent í Kamerún. Þetta markar sögulegt skref í átt að víðtækari bólusetningu gegn einum banvænasta sjúkdómi barna í Afríku. Tíðni malaríu er mest á meginlandi Afríku eða um 95 prósent tilfella á heimsvísu. 1,7 milljónir skammta af malaríubóluefninu eru einnig á leið til afhendingar í Búrkína Fasó, Líberíu, Níger og Sierra Leone á næstu vikum.

Sendingar af fyrsta malaríubóluefni heimsins, RTS,S, sem mælt er með af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), eru farnar af stað með afhendingu á 330 þúsund skömmtum í Kamerún.

Á næstum hverri mínútu deyr barn undir fimm ára úr malaríu. Árið 2021 voru 247 milljónir malaríutilfella á heimsvísu, sem leiddi til 619.000 dauðsfalla. Af þessum dauðsföllum voru 77 prósent börn yngri en 5 ára. Meirihluti allra tilfella er á meginlandi Afríku eða um 95 prósent.

Búist er við að 1,7 milljónir skammtar til viðbótar af RTS,S bóluefninu berist til Búrkína Fasó, Líberíu, Nígeríu og Síerra Leóne á næstu vikum, en fleiri Afríkulönd munu fá skammta á næstu mánuðum. Í framhaldinu er áætlað að fleiri lönd fái skammta af bóluefninu á fyrsta ársfjórðungi 2024.

Undirbúningur mikilvægur

Alhliða undirbúnings er þörf til að innleiða nýja bóluefnið. Þörf er á þjálfun heilbrigðisstarfsmanna, fjárfestingu í innviðum, og bóluefnisgeymslum, svo fátt eitt sé nefnt.  

Sem hluti af tilraunaáætlun verkefnisins hafa Gana, Kenía og Malaví frá árinu 2019 gefið bóluefnið R21, með 4 skömmtum frá um 5 mánaða aldri í völdum héruðum. Náðst hefur til meira en 2 milljóna barna sem hefur leitt til 13 prósenta lækkunar á dánartíðni hjá þeim börnum sem fengið hafa bóluefnið, ásamt fækkun á alvarlegum malaríuveikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Verkefnið hefur verið styrkt af WHO í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og fleiri aðila.

Áhrif og virkni RTS,S bóluefnisins

Niðurstöður prófana á RTS,S bóluefninu sýna að bóluefnið mælist með gott öryggi í klínískum rannsóknum og dregur sannarlega úr malaríu meðal barna. Gert er ráð fyrir að á næstu árum geti lönd nýtt bæði RTS,S og R21 bóluefnin í samræmi við framboð þess og hagkvæmni.

Búist er við að tilkoma þessara tveggja malaríubóluefna muni auka framboð til að mæta mikilli eftirspurn frá Afríkulöndum og leiða til nægjanlegra bóluefnaskammta til að gagnast öllum börnum sem búa á svæðum þar sem malaría er veruleg áskorun. UNICEF vinnur nú með WHO og fleiri samstarfsaðilum að undirbúningi og áætlanagerð fyrir bólusetningu í fleiri Afríkuríkjum.

Tímamót í baráttu við malaríu

Þessi bóluefni marka ákveðin tímamót í baráttunni gegn malaríu og munu bjarga þúsundum mannslífa árlega. Þó er áfram þörf á forvarnaraðgerðum.

„Heimurinn þarf góðar fréttir – og þetta er góð frétt,“ sagði David Marlow, forstjóri Gavi, bóluefnabandalagsins. „Gavi er stolt af þessum árangri og því að hafa tekið ákvörðun um að fjárfesta í malaríubóluefninu. Þetta er forgangsverkefni fyrir lýðheilsu og mun bólusetningin geta bjargað lífi þúsunda barna á hverju ári,“ sagði Marlow.

Framkvæmdastýra UNICEF fagnar árangrinum

„Þetta nýja bóluefni gæti þýtt algjör breyting á baráttu okkar gegn malaríu,“ sagði Catherine Russell, framkvæmdastýra UNICEF. „Að kynna bóluefni til leiks er eins og að bæta við stjörnuleikmanni á völlinn. Með þessu langþráða skrefi, undir forystu afrískra leiðtoga, erum við að ganga inn í nýtt tímabil í bólusetningum og malaríuvörnum sem vonandi munu bjarga lífi hundruð þúsunda barna á hverju ári,“ sagði Russell.

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, tók í sama streng og sagði þetta vera byltingarstund og ljósgeisla á dimmum tímum fyrir mörg viðkvæm börn í heiminum. „Afhending malaríubóluefna til nýrra landa víðsvegar um Afríku mun veita milljónum barna sem eru í hættu á malaríu lífsbjargandi vernd. En við megum ekki hætta hér, við verðum að halda áfram að tryggja að fleiri börn geti lifað lengur og heilbrigðara lífi víðsvegar um heim,“ sagði Ghebreyesus.

Fleiri aðilar svo sem Dr. Matshidiso Moeti, Umdæmisstjóri WHO í Afríku og heilbrigðis- og lýðheilsuráðherrar í Búrkína Fasó, Kamerún og Líberíu taka undir þetta og segja bóluefnið vera verulega framför í átt að aukinni malaríubólusetningu í Afríku, vernd barna, og mikilvægt til þess að draga úr dauðsföllum í heimsálfunni.

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn