07. september 2023

Átök í Norðaustur-Nígeríu valda efnahagskreppu og ógna framtíð barna í landinu

Hér má sjá kennara ásamt skólabörnum í norðausturhluta Nígeríu

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna birti í gær nýja rannsókn sem lýsir efnahagslegum áhrifum yfirstandandi átaka í Norðaustur-Nígeríu. Í rannsókninni kemur fram hvernig ofbeldi og brot gegn börnum hafa leitt til mikillar efnahagslegrar niðursveiflu sem hefur áhrif á landið í heild sinni.  

Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að nígeríska hagkerfið var 2,5 prósentum umfangsminna árið 2021 en það hefði verið ef ekki stæðu yfir átök í landinu. Það jafngildir tapi upp á 100 milljarða Bandaríkjadala yfir síðustu tíu ár.  

Í kjölfar átakanna eru nú 2,6 milljónir manna á flótta og hafa um 1 milljón barna misst úr skóla. Líkt og Cristian Munduate, fulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Nígeríu segir, þá sýnir rannsóknin fram alvarleika ástandsins í norðausturhluta landsins og hvernig átökin hafa áhrif á menntun barna og brýtur á grundvallar mannréttindum þeirra. „Nígeríska hagkerfið stendur frammi fyrir gífurlegu tapi næstu árin sökum átakanna. Áhrif þeirra verða langvinn og geta hindrað hagkerfið í því að tryggja framtíðarhagsæld þjóðarinnar,“ segir Cristian Munduate.  

„Þörf er á skjótum og samstígum aðgerðum til þess að binda enda á átökin. Mikilvægt er að bregðast hratt við þar sem framtíð barna í Nígeríu er í hættu og hagvöxtur landsins í húfi. Forgangsraða þarf vernd og réttindum barna með það að leiðarljósi að tryggja bjartari framtíð Nígeríu,“ segir Cristian Munduate.  

Þegar þú ert Heimsforeldri styður þú við mannúðaraðstoð og langtímaverkefni UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í löndum Afríku og yfir 190 öðrum ríkjum um allan heim. SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ HVERNIG ÞÚ GETUR ORÐIÐ HEIMSFORELDRI STRAX Í DAG. 

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn