11. september 2025

Fimmta hvert barn vannært í Gaza-borg

Vannæring barna eykst milli mánaða á Gaza-ströndinni.

Barn í Gaza-borg fær meðferð við vannæringu með næringarríku jarðhnetumauki frá UNICEF. Mynd: UNICEF/UNI856418/Nateel

Vannæring meðal barna á Gaza heldur áfram að aukast og versna með alvarlegum afleiðingum. Aldrei fyrr hefur hærra hlutfall barna glímt við vannæringu en í ágúst.

Hlutfall barna sem greind voru með bráðavannæringu fór úr 8,3% í júlí í 13,5% í ágúst. Í Gaza-borg, þar sem hungursneyð hefur verið lýst yfir, jókst hlutfallið í 19%.

Í ágúst síðastliðnum greindust 12.800 börn með bráðavannæringu en skimanir voru færri því loka þurfti tíu meðferðarstöðvum vegna árása.

Alvarleg bráðavannæring, alvarlegasta form vannæringar (e. SAM) hefur tvöfaldast á síðustu sex mánuðum og nú glímir nær fjórðungur barna sem lögð eru inn við lífshættulegan skort. Staða barnshafandi og kvenna með börn á brjósti er einnig mjög slæm; þar sem fimmta hvert barn fæðist nú fyrir tímann eða vannært.

UNICEF er sem fyrr á vettvangi að vinna að því hörðum höndum ásamst samstarfsaðilum að dreifa nauðsynlegri en þó takmarkaðri mannúðaraðstoð til barna og kvenna í neyð. Stórauka þarf innflutning mannúðaraðstoðar og nauðsynlegra hjálpargagna til að koma til móts við neyð íbúa.

Stofnunin kallar enn á ný eftir vopnahléi, að aukinni mannúðaraðstoð verði hleypt inn á Gaza, öryggi og dreifing verði tryggð, sem og aukin dreifing á næringarvörum, eldsneyti, skjól og bætt heilbrigðisþjónusta. UNICEF leggur áherslu á að alþjóðalög verði virt, almennir borgara verndaðir og innviðir. Tryggja verði óhindraðan aðgang mannúðarstofnana.

Börn á Gaza þurfa á þínum stuðningi að halda. Þetta getur þú gert til að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi:

Hringdu í 907-3014 og gefðu 3.000 krónur.

Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102015

Kennitala: 481203-2950

Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið: 123 789 6262 eða @unicef.

Fleiri
fréttir

11. september 2025

Fimmta hvert barn vannært í Gaza-borg
Lesa meira

03. september 2025

UNICEF varar við alvarlegum afleiðingum niðurskurðar á menntun barna
Lesa meira

29. ágúst 2025

Áhyggjufull yfir áhrifum breytinga á stöðu og velferð barna á flótta á Íslandi 
Lesa meira
Fara í fréttasafn