26. september 2022

Fjáröflunarverkefni UNICEF á Íslandi hlaut Takk viðurkenninguna 2021

„Komum því til skila“ safnaði fyrir dreifingu UNICEF á bóluefnum við COVID-19 til efnaminni ríkja

Flóki Guðmundsson hjá Takk afhenti Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, verðlaunin í dag.

Fjáröflunarverkefni UNICEF á Íslandi „Komum því til skila“ hlaut fyrr á þessu ári Takk viðurkenninguna 2021 sem besta fjáröflunarverkefnið í fyrra. Flóki Guðmundsson, sérfræðingur í fjáröflun hjá Takk afhenti landsnefnd UNICEF á Íslandi viðurkenningargrip vegna þessa í dag.

Í umsögn Takk viðurkenningarinnar um Komum því til skila segir:

Samhliða bólusetningarátaki íslenskra stjórnvalda vegna COVID-19 stóð UNICEF á Íslandi fyrir fjáröflunarherferð undir yfirskriftinni Komum því til skila. Safnað var fyrir COVAX-samstarfinu svokallaða þar sem markmiðið er að tryggja að þegnum fátækustu ríkja heims standi einnig til boða bóluefni.

Fjölbreyttir miðlar voru nýttir til að ná til almennings. Líklega spilaði þar stærstan þátt heimild til að vekja athygli á söfnuninni í Laugardalshöll þegar fjöldabólusetningar fóru fram og ljóst að mikill fjöldi fólks vildi þakka fyrir eigin bólusetningu með því að senda sms-skilaboð sem styrkti dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga.

Fyrirtæki voru sömuleiðis áhugasöm um að leggja framtakinu lið og voru farnar fjölbreyttar fjáröflunarleiðir á meðal þeirra.

Um var að ræða stærstu einstöku neyðarherferð UNICEF á Íslandi og söfnuðust alls 48 milljónir.

Komum því til skila er fyrirmyndardæmi um margþætta fjáröflunarherferð, sem beindist bæði að almenningi og fyrirtækjum, þar sem samkenndin sem skapaðist í heimsfaraldrinum var virkjuð.“

UNICEF á Íslandi þakkar kærlega fyrir viðurkenninguna og öllum þeim sem styrtktu eða  lögðu verkefninu lið.

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn