05. nóvember 2021

Hafnarfjarðarbær tilnefndur til alþjóðlegra hvatningarverðlauna UNICEF

Þau gleðilegu tíðindi bárust nú í morgunsárið að Hafnarfjarðarbær er tilnefndur til Hvatningarverðlauna Barnvænna sveitarfélaga UNICEF (e. Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards) fyrir verkefni sitt „Brúin“

5. nóvember 2021 Þau gleðilegu tíðindi bárust nú í morgunsárið að Hafnarfjarðarbær er tilnefndur til Hvatningarverðlauna Barnvænna sveitarfélaga UNICEF (e. Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards) fyrir verkefni sitt „Brúin“ í flokknum Barnvæn félagsþjónusta. Almenningi gefst kostur á að taka þátt í netkosningu verðlaunanna og er hægt að kjósa sitt uppáhaldsverkefni til 14. nóvember næstkomandi.

Markmið Brúarinnar er að samþætta þjónustu Hafnarfjarðarbæjar og auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. Bæjaryfirvöld hafa frá árinu 2018 þróað verklag í þeim tilgangi að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins. Áhersla er lögð á að veita þjónustu á fyrri stigum með aðkomu brúarteyma leik-og grunnskólanna. Ásamt því hefur samvinna fagfólks verið efld á milli fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar Nánar er hægt að lesa um verkefnið á vef bæjarins hér.

Tilkynnt verður um siguvegara Inspire Awards þann 17. nóvember næstkomandi og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að greiða þessu flotta framtaki Hafnfirðinga atkvæði sitt hér á vefsíðu Inspire Awards. Á vefsíðunni er einnig hægt að horfa á kynningarmyndband um verkefnið og greiða atkvæði í fleiri flokkum verðlaunanna.

Hafnarfjarðarbær og UNICEF á Íslandi undirrituðu í mars 2019 samstarfssamning um að hefja vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu bæjarins og er Hafnarfjarðarbær eitt fjölmargra sveitarfélaga sem stefna á að hljóta viðurkenningu sem Barnavænt sveitarfélag.

Fleiri
fréttir

15. apríl 2025

Tveggja ára martröð í Súdan: Fjöldi barna í neyð tvöfaldast
Lesa meira

07. apríl 2025

Sveitarfélagið Hornafjörður fær viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag 
Lesa meira

02. apríl 2025

322 börn verið drepin á Gaza síðan vopnhlé var rofið
Lesa meira
Fara í fréttasafn