07. apríl 2022

Nemendur í Ártúnsskóla söfnuðu fyrir börn í Úkraínu

Söfnuðu 150 þúsund krónum á árlegri Menningarvöku skólans.

UNICEF á Íslandi færir nemendum Ártúnsskóla hjartans þakkir fyrir stuðninginn.

UNICEF á Íslandi barst glæsilegt framlag frá nemendum 7. BÓ í Ártúnsskóla sem í lok síðasta mánaðar stóðu fyrir árlegri Menningarvöku skólans og söfnuðu þar 150 þúsund krónum fyrir börn í Úkraínu.

Í ár var sett upp metnaðarfull dagskrá sem var byggð á söngleik sem heitir „Manstu ekki eftir mér“ byggð á lögum Stuðmanna. Nemendur sungu, dönsuðu, útbjuggu leikmynd og auglýsingar og sáu um miðagerð og miðasölu með dyggri aðstoð kennara sinna.

Ár hvert er aðgangseyrir látinn renna til góðgerðamála og að þessu sinni ákváðu nemendur í 7. bekk að láta börnin í Úkraínu, sem eiga um sárt að binda, njóta góðs af. Rennur upphæðin því öll í neyðarsöfnun UNICEF vegna Úkraínu.

UNICEF á Íslandi þakkar nemendum í Ártúnsskóla og öllum þeim sem studdu krakkana í verkefninu kærlega fyrir stuðninginn. Kærar þakkir!

 

Fleiri
fréttir

15. apríl 2025

Tveggja ára martröð í Súdan: Fjöldi barna í neyð tvöfaldast
Lesa meira

07. apríl 2025

Sveitarfélagið Hornafjörður fær viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag 
Lesa meira

02. apríl 2025

322 börn verið drepin á Gaza síðan vopnhlé var rofið
Lesa meira
Fara í fréttasafn