11. apríl 2022

Styrktarsýning af Blóðugu kanínunni fyrir neyðarsöfnun vegna Úkraínu

Öll innkoma af sýningunni 1. maí rennur í söfnun UNICEF vegna Úkraínu

Úr sýningunni Blóðuga kanínan. Mynd/María Kjartans

Leikhópurinn Fimbulvetur, í samstarfi við MurMur productions, Tjarnabíó og Tix.is, hefur ákveðið að gefa alla innkomu af sýningu Blóðugu kanínunnar þann 1. maí næstkomandi til neyðarsöfnunar UNICEF á Íslandi vegna Úkraínu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.
Þar kemur einnig fram að þennan dag muni allir leikarar og aðrir aðstandendur sýningarinnar gefa eftir sýningarlaun sín, leikhúsið gefa eftir sýningatekjur og miðasalinn gefa eftir sína söluprósentu til að tryggja að hver einasta króna sem kemur í kassann muni renna óskipt til málefnisins.

Blóðuga kanínan er leikverk Elísabetar Jökulsdóttur, sem hlotið hefur frábæra dóma, en um er að ræða súrrealíska kómedíu um áföll og afleiðingar þeirra og er sýnt í Tjarnarbíó. Varað er við efni sýningarinnar geti reynst fólki erfitt og vakið upp erfiðar tilfinningar þar sem verkið fjallar um konu með áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis.

UNICEF á Íslandi þakkar leikhópnum Fimbulvetur, MurMur productions, Tjarnarbíó, Tix.is, leikurum, starfsfólki og öðrum aðstandendum sýningarinnar hjartanlega fyrir stuðninginn og hvetjum öll sem tök hafa á að tryggja sér miða. 

Nánari upplýsingar um sýninguna og miða má nálgast hér á vefsíðu Tix.is.

Fleiri
fréttir

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira
Fara í fréttasafn