29. júlí 2021

UNICEF fagnar árangri Bútan að ná að fullbólusetja um 90% íbúa landsins

Árangur Bútan sýnir hvað framlög ríkja til að gefa umframskammta sína af bóluefni skiptir miklu máli til að ná að bólusetja alla heimsbyggðina. Heimsfaraldrinum lýkur ekki fyrr en honum lýkur um heim allan.

Kon­ungs­ríkið Bút­an, lítið landl­ukt land í aust­ur­hluta Himalaja­fjalla á milli Ind­lands og Kína með u.þ.b. 800 þúsund íbúa, hefur tekist að fullbólusetja yfir 90% íbúa við Covid-19.

Bútan tók við bóluefni gegn Covid-19 frá m.a. Indlandi, Bandaríkjunum og Danmörku, ásamt því að fá 500.000 skammta af bóluefni í gegnum COVAX-samstarfið en UNICEF leiðir innkaup og dreifingu bóluefna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX - sem er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn COVID-19. Í gegnum samstarfið fékk Bútan einnig um 5.850 skammta af Pfizer bóluefninu í maí. Þetta er ekki aðeins mikilvægur áfangi fyrir Bútan eða Suður-Asíu í heild sinni heldur einnig almennt fyrir efnaminni ríki heimsins í baráttunni gegn COVID-19.

Frá 20-26 júlí unnu 2401 heilbrigðisstarfsmenn að því að bólusetja alla íbúa landsins með seinni skammti af bóluefni. Að ná að bólusetja alla íbúa landsins á einungis viku er gríðarlegur árangur. Gott skipulag var á bólusetningarherferðinni og lögð áhersla á að ná til allra en heilbrigðisstarfsmenn ferðuðust m.a. til afskekktra fjallasvæða í landinu. UNICEF og samstarfsaðilar aðstoðuðu Bútan við bólusetningarnar m.a. við að setja upp fleiri kæligeymslur fyrir bóluefnin ásamt því að styðja og skipuleggja flutning á bóluefni til landsins.

Komum því til skila! - #DonateDosesNow

Árangur Bútan sýnir hvað framlög ríkja til að gefa umframskammta sína af bóluefni gegn Covid-19 skiptir miklu máli til að ná að bólusetja alla heimsbyggðina - þar sem heimsfaraldrinum lýkur ekki fyrr en honum lýkur um heim allan. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur beitt sér fyrir því að ríki gefi umframbóluefnaskammta til efnaminni ríkja með alþjóðlegu ákalli sínu; #DonateDosesNow  - því ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út. Þrátt fyrir að mörg ríki hafi nú þegar byrjað að gefa umframskammta af bóluefni þá er neyðin enn mikil. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru enn um 4 milljónir heilbrigðisstarfsmanna í Suður-Asíu ekki fullbólusettir.

Í síðustu viku skrifaði UNICEF undir langtímasamning við lyfjaframleiðandann Sinovac um bóluefni gegn Covid-19 fyrir hönd Covax-samstarfsins, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin samþykkti bóluefnið fyrr á þessu ári. Samningurinn er sá áttundi sem UNICEF gerir fyrir hönd Covax-samstarfsins en hann mun tryggja allt að 200 milljónir skammta af bóluefni á þessu ári. Samningurinn við Sinovac mun þar af leiðandi auka við dreifingu á bóluefni við Covid-19 til efnaminni ríkja en Covax samstarfið hefur nú þegar skilað 156,4 milljónum skömmtum til 137 ríkja og svæða í heiminum.

Fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi, "Komum því til skila" stendur enn yfir. Hægt er að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 (1900 krónur) og þar með tryggirðu dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir þrjá einstaklinga i efnaminni ríkjum

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn