11. mars 2022

UNICEF kemur með enn meiri hjálpargögn vegna Úkraínu: Milljón börn flúið land

Rúmlega ein milljón barna hefur flúið Úkraínu síðan átök hófust þar í landi samkvæmt tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að flest hafi þau flúið með fjölskyldum sínum yfir til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Moldóva og Rúmeníu.

11. mars 2022 Rúmlega ein milljón barna hefur flúið Úkraínu síðan átök hófust þar í landi samkvæmt tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að flest hafi þau flúið með fjölskyldum sínum yfir til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Moldóva og Rúmeníu.

Líkt og UNICEF greindi frá í vikunni komu sex fulllestaðir vörubílar með á sjöunda tug tonna hjálpargagna til Úkraínu um síðustu helgi. UNICEF hefur ásamt samstarfsaðilum í Úkraínu unnið að því að koma sjúkragögnum og lyfjum til 22 sjúkrahúsa á fimm mismunandi átakasvæðum sem mun nýtast 20 þúsund börnum og mæðrum.

Þrír vörubílar fullir af hjálpargögnum, sem sendir voru frá vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn, hafa nú borist að landamærum Póllands og Úkraínu. Enn frekari hjálpargögn er síðan á leið sinni frá vöruhúsum UNICEF í Danmörku og Tyrklandi og munu komast á leiðarenda á næstu dögum.

Líkt og greint hefur verið frá hefur UNICEF komið upp upp barnvænum svæðum, svokölluðum Bláum punktum (e. Blue Dots) við landamæri og á flóttaleiðum út úr Úkraínu þar sem fólk á flótta fær aðstoð, nauðsynjar og ráðgjöf.

UNICEF ítrekar nú sem fyrr ákall sitt um vopnahlé í Úkraínu svo mannúðarstofnanir geti sinnt vinnu sinni og náð til þeirra sem á þurfa að halda. Vopnahlé myndi einnig gefa fjölskyldum færi á að sækja mat, vatn, læknisaðstoð eða flýja í öryggi á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.

„Þessi fjöldi barna sem neyðst hefur til að flýja heimili sín er sláandi og endurspeglar örvæntingu fólks og hversu slæmar aðstæður í Úkraínu eru orðnar,“ segir Afshan Khan, yfirmaður UNICEF í Evrópu- og Mið-Asíu. „Börn eru að skilja eftir allt sitt í leit að öryggi. Þetta er hræðilega sorglegt. Við erum að gera allt sem við getum til að hjálpa börnum og fjölskyldum í neyð en þessu stríði verður að ljúka. Friður er eina lausnin,“ segir Khan.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu á ófriðartímum í austurhluta landsins að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð. UNICEF er nú á vettvangi stríðsátakanna og við landamæri nágrannalanda að tryggja hreint vatn, hjálpargögn, skólagögn, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu á ófriðartímum í austurhluta landsins að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð. UNICEF er nú á vettvangi stríðsátakanna og við landamæri nágrannalanda að tryggja hreint vatn, hjálpargögn, skólagögn, félags- og sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð.

Neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu er í fullum gangi og styrkur frá þér nýtist allra verkefna UNICEF í og í kringum Úkraínu. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um styrktarleiðir hér á vef UNICEF á Íslandi.

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn