17. janúar 2022

UNICEF kemur milljarði bóluefna gegn COVID-19 til skila

Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda nú um helgina.

UNICEF hefur nú náð að dreifa einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 til efnaminni ríkja heimsins í gegnum COVAX samstarfið. Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda nú um helgina.

„Í camvinnu við samstarfsaðila okkar þá er COVAX leiðandi í stærstu bóluefnaöflun og dreifingu í sögunni og hefur samstarfið náð að dreifa bóluefnum til 144 landa. En vinnan sem hefur farið í að ná þessum tímamótum er aðeins áminning um þá vinnu sem eftir er. Þar sem svo margir eiga enn eftir að fá sinn fyrsta skammt, vitum við að það er mikið verk framundan,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu á bóluefnum til efnaminni ríkja heims fyrir hönd COVAX samstarfsins. Auk þess vinnur UNICEF með samstarfsaðilum í að bregðast við beinum áhrifum heimsfaraldrisins á börn og fjölskyldur um allan heim. Það er meðal annars með hjálp Heimsforeldra og þeirra sem hafa stutt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi, sem þetta er mögulegt. Auk þess hefur íslenska ríkið stutt dyggilega við COVAX samstarfið með beinum framlögum og með því að gefa umframskammta.

Fleiri
fréttir

29. ágúst 2025

Áhyggjufull yfir áhrifum breytinga á stöðu og velferð barna á flótta á Íslandi 
Lesa meira

27. ágúst 2025

500 dagar af umsátri í Al Fasher í Súdan: Líf vannærðra barna hangir á bláþræði
Lesa meira

22. ágúst 2025

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna staðfesta hungursneyð á Gaza í fyrsta sinn
Lesa meira
Fara í fréttasafn