17. apríl 2023

UNICEF á Íslandi og utanríkisráðuneytið undirrita rammasamning til þriggja ára

Það var sannkölluð hátíðarstund í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku þegar Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirritaði rammasamning við ráðuneytið til þriggja ára. Auk UNICEF á Íslandi gerði ráðuneytið rammasamninga við UN Women á Íslandi og Félag Sameinuðu þjóðanna.

 "Við erum þakklát traustinu sem utanríkisráðuneytið sýnir með rammasamningunum. Hér er undirstrikað hið mikilvæga hlutverk sem félög eins og okkar sinna við að ræða við Íslendinga um mannréttindi, mikilvægi þróunarsamvinnu og framlags Íslands til þeirra mála," segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Í tilkynningu ráðuneytisins er vitnað í Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, utanríkisráðherra sem segir: „Ísland á í fjölþættu samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og UN Women og UNICEF eru meðal okkar helstu áherslustofnana. Samningarnir munu veita félögunum dýrmætan fyrirsjáanleika sem auðveldar þeim skipulagningu verkefna. Þá er mjög mikilvægt að starfsemi stofnananna sé miðlað til almennings í gegnum félögin þrjú og fólk hvatt til að styðja við starfsemi þeirra.“

Framlag ráðuneytisins til UNICEF á Íslandi mun efla kynningar- og fræðslustarf okkar í þágu barna og gera okkur kleift að auka enn frekar þann árangur sem við saman náum til að hjálpa börnum um allan heim og hlakkar okkur til áframhaldandi samstarfs.

Nánar má lesa um samningana á vef ráðuneytisins hér.

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn