31. október 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna lagasetningar Ísrael gegn UNRWA

„Komi þessi löggjöf til framkvæmda að fullu, mun sú ákvörðun reynast banvæn.“

„UNRWA, Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, er lykilstofnun Sameinuðu þjóðanna í að veita nauðsynlega þjónustu og vernd fyrir Palestínufólk á Vesturbakkanum, þar á meðal Austur-Jerúsalem, og er meginstoð í allri mannúðaraðstoð á Gaza. Eins og Aðalritari Sameinuðu þjóðanna orðaði það, „án UNRWA er enginn annar valkostur.“

„UNRWA er eina stofnunin með umboð frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að aðstoða palestínskt flóttafólk. UNRWA rekur umfangsmikla félagsþjónustu, er með 18 þúsund starfsmenn á Gaza og Vesturbakkanum, þar á meðal Austur-Jerúsalem og veitir palestínsku flóttafólki heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra nauðsynlega þjónustu. Engin önnur stofnun Sameinuðu þjóðanna getur tekið við þessum skyldum.“

„UNRWA er ómissandi í að koma nauðsynlegri og lífsbjargandi neyðaraðstoð til skila sem 2,2 milljónir íbúa Gaza reiða sig á. Nú þegar eru börn á Gaza stödd í einni alvarlegustu mannúðarkrísu í nútímasögunni. Komi þessi löggjöf til framkvæmda að fullu, mun sú ákvörðun reynast banvæn.“

Fleiri
fréttir

28. nóvember 2025

Ofbeldi gegn mæðrum er líka ofbeldi gegn börnum 
Lesa meira

26. nóvember 2025

Fjögur sveitarfélög bætast í hóp Barnvænna sveitarfélaga UNICEF 
Lesa meira

20. nóvember 2025

400 milljónir barna búa við fátækt og skort á grunnþörfum
Lesa meira
Fara í fréttasafn