Minningarkort

Falleg leið til að heiðra minningu

þeirra sem eru látnir

Minningarkort eru falleg leið til að minnast þeirra sem eru látnir og heiðra minningu þeirra. Samúðarkveðjan er send á heimilisfang aðstandenda, vina eða annarra – en gjöfin sem henni fylgir fer beint í að bæta líf bágstaddra barna. Gjöfin er gefin í nafni þess látna og rennur til lífsnauðsynlegrar baráttu UNICEF í þágu barna um allan heim.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur í síma 552 6300 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið unicef@unicef.is og við útbúum kortið fljótt og vel. 

Við biðjum þig vinsamlega um að gefa okkur upplýsingar um eftirfarandi:

  • Nafn og kennitölu sendanda (þess sem greiðir)
  • Upphæð framlags
  • ​Nafn og heimilisfang viðtakanda (þess sem á að fá kveðjuna senda heim til sín).
  • Í minningu hvers framlagið er gefið
  • Nafn þess sem gefur kortið (ef það er annar en greiðandi).

Við biðjum þig síðan um að millifæra upphæðina sem þú vilt gefa í nafni hins látna á reikning UNICEF og skrifa „Minning“ í tilvísunina: 701-26-102020, kt. 481203-2950.

Það er opið alla virka daga frá klukkan 9-16 og við þökkum innilega veittan stuðning.